Nú vaknar allt úr vetrardróma, er víkur fönnin burt af hlíð og grund þá ár og fossar fara að hljóma, og fagrar nætur gleðja lund. Í lofti heyrist lóukliður, nú lifna blóm um grænan svörð, er sólin geislum sáir niður og sendir vor um Eyjafjörð.